Á Fjörudeild eru 19 börn.
Deildarstjóri er Steinunn Sandra Guðmundsdóttir.
Aðlögunaráætlun Ægisborgar má finna hér.
Hér má finna dagskipulag Fjörudeildar
-
Starfsfólk
Steinunn Sandra Guðmundsdóttir
Steinunn Sandra er deildarstjóri á Fjörudeild. Steinunn er með BS-próf í sálfræði frá HÍ. Tölvupóstfang Steinunnar er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Heiða Kristín Másdóttir
Heiða Kristín hóf störf á Fjörudeild í ágúst 2020. Heiða brautskráðist sem leikskólakennari vorið 2021. Hún er í fullu starfi í Ægisborg. Áður starfaði hún á leikskólanum Klömbrum. Þar var hún meðal annars deildarstjóri á elstu og næst yngstu deild og aðstoðarleikskólastjóri frá mars 2019. Í grunninn er Heiða Kristín með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands sem og MSc gráðu í stjórnun frá Háskólanum í Lundi.
Sara Bianchi
Sara hóf störf á Fjörudeild í apríl 2022.
Bryndís Eva Arnarsdóttir
Bryndís Eva er fædd og uppalin í Kópavogi en er flutt núna til Reykjavíkur. Hún klárar BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands í vor 2022. Hún ætlar að taka sér árs frí frá skóla þar til hún hefur nám aftur og ætlar að prufa að vinna á leikskóla.
Mary-Patrice Schmalz
Mary hóf störf í Ægisborg í september 2020. Hún er í tímavinnu en vinnur á Fjörudeild alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Hún er mikill heimsborgari en hefur meðal annars búið í Kanada, Skotlandi, Þýskalandi, Spáni, Marokkó, Indlandi og Nepal. Hún hefur búið á Íslandi síðastliðin tvö ár. Hún hefur áhuga á ljósmyndum og öðrum skapandi verkefnum.
Aldís B. Jónasdóttir
Aldís byrjaði í Ægisborg í september 2017. Hún varð stúdent frá Kvennaskólanum 2012.
Aldís er sem stendur í fæðingarorlofi.
Glóbjört Líf Bjarnadóttir
Glóbjört Líf Bjarnadóttir er starfsmaður á Fjörudeild. Glóbjört er sem stendur í fæðingarorlofi.
Kristín E. Sveinbjörnsdóttir
Kristín E. Sveinbjörnsdóttir leikskólakennari, eða Kittý eins og hún er kölluð, er deildarstjóri Fjörudeildar. Kittý vinnur frá kl. 8-16. Kittý er sem stendur í leyfi frá störfum.Netfang Kittýar er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
-
Fréttir
Fjör í fjöruferð Fjörudeildar
Í vikunni fóru börnin á Fjörudeild í fjöruferð í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Þar var margt að sjá! Krabbaklær, fuglafótspor í sandinum, sjór, þang, þari, skeljar og steinar og komu vasar heim fullir af allskonar gersemum úr fjörunni. Þetta voru fyrstu ferðir deildarinnar í vetur og æfðu börnin sig í því að leiðast, passa upp á félaga sína og fylgja umferðareglunum.
Bókagerð á Fjörudeild
Á vorönninni hefur lífið á Fjörudeild einkennst mikið af verkfalli og kórónuveiru. Allt hefur þetta verið mjög einkennilegt en okkur gengið ótrúlega vel að aðlagast. Við höfum alla jafna átt mjög góða daga og haft þá eins hefðbundna og hægt hefur verið við leik og nám. Það sem e.t.v. hefur borið hæst fyrir utan leikinn og útiveru á Fjörudeild þessar vikur, er bókagerð. Börnin teikna myndir og segja eitthvað um þær og verður þetta svo sett saman í bækur sem hvert og eitt barn á.
Leikur á Fjörudeild
Stundum er sagt að myndir segi betur frá en mörg orð. Það á örugglega við í mörgum tilvikum og á meðfylgjandi mynd eru tvö börn í Ægisborg að leik. Leikur er dásamlegt fyrirbæri, en þar fá börnin að spreyta sig á því sem þau sjá í samfélaginu meðal annars. Þau skilja það sínum skilningi, vinna með það í leiknum og glöggva sig betur á hlutverkum samfélagsins og samskiptaháttum. Hvernig sýnir maður barni sanngirni eða samkennd?
Barnamenning
Kátir krakkar af Fjörudeild lögðu leið sína í Háskólabíó á barnamenningardögum. Þar var margt að sjá og bralla, m.a. leika sér með liti. Ekki var amalegt að hitta á sjálfan forsetann í leiðinni. Guðna þótti sjálfsagt að vera með börnunum á mynd og nefndi að hann þekkti Ægisborgargarðinn vel, þar sem hann kom þangað stöku sinni með börnum sínum þegar hann bjó á Seltjarnarnesinu. Annars þótti börnunum nú mest spennandi að fara í strætó!
Fjöruferð Fjörudeildar var fjörug
Við skelltum okkur í fjöruna og þar var nú margt að sjá. Við fundum meira að segja flöskuskeyti sem þarf að rannsaka frekar og betur. Steinarnir voru óteljandi og allskonar dýr. Þetta má sjá betur á myndasvæði Fjörudeildar.
Sumarleyfi á Fjörudeild
Olga verður í sumarleyfi 4. júlí til 12. ágúst.
Helga verður í sumarleyfi frá 14. júlí til 13. ágúst.
Björg verður í fríi frá 30. júní og fram yfir verslunarmannahelgi.
Edda og Þórdís fara ekki í frí.
Fjörudeild heilsar á vefnum
Undanfarið höfum við á Fjörudeild unnið mikið í ferilmöppunum okkar. Kisuhópur byrjaði fyrir nokkru að vinna verkefni um tröll og það hefur gengið mjög vel. Tengt því verkefni hafa verið lesnar ýmsar tröllasögur eins og Ástarsaga úr fjöllunum í samverustundum. Börnin hafa einnig sagt okkur frá tröllum sem oft virðast leynast á ýmsum stöðum.