Það er engin þörf á úrtöluröddum um læsi á Íslandi. Miðað við framvindu mála í Kotinu verður lestur fljótt að léttlestri. Börnin lesa fyrir félagana og hafa náð slíkri leikni í lestri (og ekki síðri í hlustun) að allt að sex geta lesið í einu fyrir tvo tilheyrendur. Þessi stund var ekki mæld á PISA-kvarðanum, en hvaða máli skiptir það svo sem? :)