Á haustin tíðkast að gefa áhrifum veðurs og litum umhverfisins gaum og ekki að ósekju. Síðast í dag heyrðist upp úr þurru á Bárudeild: "Vá hvað það er fallegt veður." Já veðrið heldur áfram að leika við okkur Reykvíkinga þetta árið. Um daginn héldu nokkur börn úr Kotinu í haustlitaferð og söfnuðu laufblöðum til að vinna með, en þau enduðu að þessu sinni sem haustkransaskraut.
Hér má líta nokkrar myndir frá ferð hópsins að leita laufblaða og fullvinnslu aflans.