Á vorönninni hefur lífið á Fjörudeild einkennst mikið af verkfalli og kórónuveiru. Allt hefur þetta verið mjög einkennilegt en okkur gengið ótrúlega vel að aðlagast. Við höfum alla jafna átt mjög góða daga og haft þá eins hefðbundna og hægt hefur verið við leik og nám. Það sem e.t.v. hefur borið hæst fyrir utan leikinn og útiveru á Fjörudeild þessar vikur, er bókagerð. Börnin teikna myndir og segja eitthvað um þær og verður þetta svo sett saman í bækur sem hvert og eitt barn á.