Vorið er komið og grundirnar gróa.
Börnin spretta sig klæðum um móa.
Um garðinn heyrast gleði-köll
og húfur liggja um víðan völl.
Nú getur ekkert stoppað okkur! 4. maí er handan við hornið og þá verður fjör á hóli (í garði Ægisborgar). Börnin voru ...
Bárudeild og Öldudeild gerðu sér dagamun svona rétt fyrir páskana og smelltu í kókoskúlur. Það er ákaflega gaman að hnoða og velta upp úr kókos, en mest spennandi er að fá með sér heim.
Sumarið er tíminn, þegar börnin verða græn. Já eða þannig! Í lagi GCD voru það reyndar hjörtun sem urðu græn, en í fjöruferðum og öðrum vettvangsferðum, má kynnast náttúrunni og verða örlítið grænni. Bárudeild fór í fjöruna í gær og fann svamp og þann stærsta og heillegasta krabba sem við höfum augum litið í Ægisíðufjöru. Vá!