Um leið minnt er á konukaffi Ægisborgar, sem verður milli 8-9 mánudagsmorguninn 25. febrúar, er upplagt að geta þess að konurnar sem tengjast Bárudeild geta kynnt sér hvernig þær líta út og einnig hvað börnin hafa um mömmur og ömmur að segja. M.a. er það að frétta af mömmum nú til dags að þær prjóna, hitta vinkonur sínar og fara út að hlaupa, en ömmurnar eru gamlar og hvítar og heilsa með handabandi.