Börnin á Bárudeild fóru í fjöruna í dag og fundu pétursskip. Ekkert okkar vissi klárlega hvað þetta var fyrr en heimilda hafði verið aflað hjá fróðara fólki og félaga Google. Pétursskip er hylkið sem skatan gerir utan um egg sín eins og sjá má á umfjöllun Wikipedia og Vísindavefjarins.