Nokkur börn af Bárudeild skruppu í tívolí. Reyndar þurftu þau ekki langt til þess, létu salinn duga fyrir tívolíleik. Í tívolíinu var ansi skemmtilegur rússibani og erkisnillingurinn Elsa náði þessari dásamlegu mynd af rússibanareiðinni. Leikur er lífið sjálft. Leikur er fín leið til að njóta lífsins og læra um leið.