Vorið er komið og grundirnar gróa.
Börnin spretta sig klæðum um móa.
Um garðinn heyrast gleði-köll
og húfur liggja um víðan völl.
Nú getur ekkert stoppað okkur! 4. maí er handan við hornið og þá verður fjör á hóli (í garði Ægisborgar). Börnin voru ...
eins og beljurnar á vorin í morgun þegar við nýttum okkur glufu á milli útiveru Kotsins og matartíma og hlupum örstutt út í garð að kíkja á góða verðið. Eftir dásemdarsúpu og huggulega hvíld fengum við svo alvöru útiveru.
Takk fyrir veturinn og GLEÐILEGT SUMAR!
Kv. Diljá.