Dagur íslenskrar náttúru var sunnudaginn síðasta, þann 16. september. Í tilefni hans héldu Öldudeildarbörnin í fjöruferð og söfnuðu ýmsu fróðlegu og skemmtilegu.
Þar var líka svo ljómandi veður að erfitt reyndist að draga börnin aftur heim. Það er auðvelt að sjá dýrmæti náttúrunnar á Ægisíðu í slíku veðri, en gott veður bregður ljóma á landið.