Öldudeildin hefur lagt gangstétt undir fót liðna daga og verið víðförul. Eitt það skemmtilegasta sem börnin gera í slíkum ferðum er að koma við á leikvöllum. Þar er hægt að gera ýmislegt annað en heima í Ægisborgargarðinum, en stundum það sama.
Í inniverunni heima í Ægisborg bjuggu tveir piltar til risaeðlutafl og hönnuðu eigin risaeðlugang. Það er því ekki nóg að kunna mannganginn, heldur einnig risaeðluganginn. Ef smellt er á myndina birtist hún stærri.