Lilja Steinunn Jónsdóttir, björgunarsveitarkona, og Rökkvi, björgunarhundurinn hennar, komu í heimsókn í morgun. Lilja kynnti fyrir Öldubörnunum, og þeim Bárubörnum sem höfðu áhuga, eldgosið og þær hættur sem því fylgir. Hún sagði einnig frá þjálfun björgunarhunda og fengu börnin að sjá skemmtilegar og áhugaverðar myndir og myndbönd af snjóæfingum hunda og frá eldgosinu.
Við upprifjun kom í ljós að eftirfarandi stóð upp úr eftir heimsóknina. (Haft orðrétt eftir börnunum):
- Rökkvi kann að heilsa og snúa sig á hlið.
- Rökkvi er rosalega duglegur að grafa og finna fólk.
- Rökkvi kann að finna fólk í snjóflóði.
- Hjá eldgosinu er eins og rennibraut þar sem hraunið rennur mjög hratt.
- Það gæti verið hættulegt fyrir börn að vera hjá eldgosinu af því að gasið er svo neðarlega.
- Jörðin hjá eldgosinu er föst en það er svona búbblandi hraun undir.
- Hraunið getur fokið í hausinn á manni.
- Það er bannað að grilla sykurpúða af því að það er svo nálægt hrauninu.
- Maður getur fengið ösku á sig.
- Björgunarfólkið gröfuðu holu og földu sig svo að hundarnir fengu að æfa sig að finna.
- Bannað að fara í fótabað hjá eldgosinu.
- Alltaf spyrja áður en maður klappar hundi.
- Alltaf klappa undir hökunni fyrst og leyfa hundinn að þefa af manni.
Nokkrar myndir hér að neðan og fleiri inni á myndasvæðinu.