Kæru foreldrar,
Aðalfundur foreldrafélags Ægisborgar og foreldraráðsins fer fram þriðjudaginn 1. október kl. 20:30 í Ægisborg.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar foreldrafélagsins lögð fram – farið yfir starfsemi foreldrafélagsins sl. vetur
2. Fjárhagsyfirlit
3. Kosning í stjórn foreldrafélags
4. Skýrsla stjórnar foreldraráðsins lögð fram – farið yfir starfsemi ráðsins sl. vetur
5. Kosning í foreldraráðið
5. Önnur mál
Sveitaferð foreldrafélagsins var á laugardaginn var og ekki var annað að sjá en að hvort tveggja börn og fullorðnir skemmtu sér hið besta. Börnin hafa verið dugleg að segja frá sveitinni í leikskólanum -hvert með sínu lagi. Lilja Guðrún móðir Bergs Karls var svo hugulsöm að taka gnótt mynda og deilir með sér. Við höfum komið myndunum inn á heimasvæðið, hvar sameinginlegu myndirnar eru. Njótið heil og þakkir Lilja Guðrún.
Sveitaferð foreldrafélagsins verður laugardaginn 5. maí. Sjá nánar í fataklefum, hvar skráningarlistar hanga uppi. Einnig er hægt að sjá upplýsingar hér til hliðar með því að smella á myndina.