Hagaskóli hélt í dag sinn árlega viðburð Gott mál. Einn angi þess ágæta dags var heimsókn 8 ungmenna úr 9. bekk í Ægisborg. Gestirnir komu til að láta gott af sér leiða og verkefni þeirra var að stuðla að hreyfingu og gleði leikskólabarna. Öldudeild hélt með þeim út á litla gervigrasvöllinn á bak við íþróttahús KR og tók þátt í leikjum undir þeirra stjórn. Það var ákaflega ánægjuleg tilbreyting þrátt fyrir nístingskulda. Við þökkum Hagaskólafólki kærlega fyrir heimsóknina og auðvitað sérstaklega Þórdísi og Anítu sem ekki fyrir svo löngu voru snillingar í Ægisborg. Nokkrar myndir hér að neðan.