Við fögnuðum deginum í samræmi við gildandi lög og reglur um sóttvarnir. Ætlunin var að halda heilmikið „húllum hæ“ með börnum og fjölskyldum þeirra en vonumst til að geta gert það síðar á árinu. Það var sungið, flaggað, rætt og spjallað um Ægisborg og teiknaðar myndir. Þegar fáninn var dreginn að húna var vindurinn svo mikill að annað bandið á fánanum slitnaði og fáninn hékk á öðru bandinu þangað til vind lægði.
Til hamingju Ægisborg!
Ægisborg með afmæliskóronu