Góðir gestir litu við í Ægisborg þann 25. nóvember. Það voru fjórir leikskólakennarar frá Norður-Írlandi og Englandi, sem voru að kynna sér leikskólalífið á Íslandi. Af samræðunum mátti ráða að margt er líkt en æði margt ólíkt í leikskólum landanna og ekki hvað síst tengt starfsumhverfi leikskólanna. Takk fyrir innlitið Caroline, Ciara, Samantha og Nicole.