Hreyfing er eitt námsviða leikskóla samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla og er jafnframt einn hornsteina í starfi Ægisborgar.
Frá hausti 2008 til vors 2010 var unnið að svokölluðu þróunarverkefni í samstarfi við íþróttafélagið í hverfinu og bar verkefnið yfirskriftina "Hreyfing, leikur, heilsubót -Samstarf Ægisborgar og KR ". Það hefur sett mark sitt á starf Ægisborgar og gert hreyfingu hátt undir höfði. Dagskipulag deildanna er hugsað þannig að áhersla er lögð meðal annars á útivist, nýtingu salarstunda og ferða út í íþróttahús.
Á þessari síðu má nálgast myndskeið sem sýna hvernig unnið hefur veirð í íþróttahúsinu og á þessari má sjá hlaupaleikina sem hafa orðið vinsælir í Ægisborg á liðnum árum.